51. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 13:02


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 13:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:02
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:02
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 13:02

Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 13:20 og kom Þórarinn Ingi Pétursson í hans stað. Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:20.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Dagskrárlið frestað.

2) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar kom Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 13:20
Á fund nefndarinnar kom Páll Rafnar Þorsteinsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig María Káradóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:00
Á fund nefndarinnar kom Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Halldóra Gunnarsdóttir og Valgerður Jónasdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið og frekari gestakomur.

4) 9. mál - mannanöfn Kl. 13:56
Jón Steindór Valdimarsson ítrekaði beiðni um að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

5) Önnur mál Kl. 13:58
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:56